
Everyday French - Press On Neglur
Skráðu emailð þitt og við látum þig vita þegar varan kemur aftur
Skráðu emailið þitt og við látum þig vita um leið og varan kemur til okkar.
Leiðbeiningar fyrir press on neglur 💅🏻
Undirlag: Byrjaðu á því að klippa þínar náttúrulegu neglur í þægilega lengd svo þær passi vel undir gervineglurnar.
Pússa neglurnar: Pússaðu neglurnar þínar vel og vandlega með litlu naglaþjölinni sem fylgir pakkanum, ef að þú vilt að neglurnar endist, ekki sleppa þessu skrefi!
Naglaband: Notaðu naglabandaprikið og ýttu naglaböndunum niður, eins og þörf er á.
Finna réttar stærðir: Finndu þínar stærðir, mátaðu gervineglurnar á þínar og athugaðu hvaða stærðir henta þér best. Athugaðu að undir nöglunum getur þú séð stærðina á hverri nögl sem auðveldar þér að finna sömu stærðir fyrir hina hendina.
Sótthreinsa: Þegar að þú ert búin að pússa neglurnar, ýta naglaböndunum niður og finna rétta naglastærð sem hentar þér skaltu sótthreinsa hverja nögl vel með sótthreinsiklútnum sem fylgir í pakkanum.
Setja neglurnar á: Það eru tvær leiðir til þess að setja neglurnar á, ef að þú vilt fá stutta endingu (1-3 dagar) getur þú notað límmiðana sem fylgja í pakkanum. Ef að þú vilt fá lengri endingu (5-10+ dagar) getur þú notað fljótandi lím sem fylgir með.
Límmiðar: Byrjaðu á því að finna rétta stærð af límmiðum sem hentar þínum nöglum, settu límmiða á nöglina þína, fjarlægðu bakhliðina af límmiðunum og þrýstu nöglunum vel á. Ef að þú notar límmiðana getur þú fjarlægt neglurnar af og endurnýtt þær aftur.
Fljótandi lím: Settu lím á þína náttúrulegu nögl og berðu aðeins innan í gervinöglina. Staðsettu gervinöglina upp við naglabandið þitt (Alls ekki ofan á naglabandið sjálft). Þegar að þú ert sátt með staðsetninguna á nöglinni þrýstu henni þá niður og haltu vel í 60-90 sek, mjög mikilvægt skref svo að ekkert loft myndist inn á milli.
Hvað er innifalið í pakkanum?
30Stk Neglur
Fljótandi lím
Límmiðapúðar
2Stk Sótthreinsiklútar
Naglabandaprik
Naglaþjöl
Leiðbeiningar
Við bjóðum uppá sendingar með bæði Dropp og Íslandspóst, verð skv. gjaldskrá sendingaraðila.
Einnig er hægt að sækja pantanir í verslun okkar í Firði Hafnarfirði 1.hæð