SUGARBEARHAIR - Daría
SUGARBEARHAIR - Daría

SUGARBEARHAIR

Verð áður7.990 kr
/

  • 2 stk á dag
  • Magn: 60 stk í boxi – til að fá sem bestan árangur mælum við með 3.mánaða skammti.
  • Fyrir 13 + ( fyrir alla, konur, börn og karla )
  • Engin hormón, svo eykur ekki hárvöxt annarstaðar á líkama eða andliti.
  • Meðganga: við mælum með að þið fáið samþyki hjá ykkar ljósmóður eða lækni ( sjá innihaldslýsingu hér neðar)
  • Brjóstagjöf: við mælum með að þið fáið samþyki hjá ykkar ljósmóður eða lækni ( sjá innihaldslýsingu hér neðar)
  • Veikindi: við mælum með að þið fáið samþyki hjá ykkar lækni ( sjá innihaldslýsingu hér ofar)
  • Vegan – Cruelty free – Soy free – Gluten free – Dairy free – Gelatin free

Innihald Sugar Bear Hair:
Virku innihaldsefnin í jurtavítamíni okkar eru A, C, D og E-vítamín, B6 vítamín, fólinsýra, B12 vítamín, biotin, pantótensýra, joð, sink, kólín og inositol. Hlaupið er búið til úr alvöru berjum, og það gerir bragðið yndislega sætt, kókosolíu og örlitlum sykri. Hér fyrir neðan geturðu lesið nánar um hvers vegna við veljum að nota þessi innihaldsefni í einstakar hárvörur okkar.

A vítamin (Palmitate)
A vítamín er öflugt efni sem finnst í sætum kartöflum, gulrótum og káltegundum. Þetta öfluga efni eykur heilbrigði húðarinnar og hársvarðar með því að viðhalda hringrás blóðsins. Aukið súrefnisflæði til hársvarðarins hjálpar til við að flytja honum þau nauðsynlegu efni sem hárið þarf svo það verði síðara og sterkara.  Þetta stórkostlega vítamín hefur andoxandi áhrif sem hjálpa til við að vernda hársekkina fyrir m.a. hárlosi. Ef þú þjáist af of þurrum hársverði þá muntu kunna að meta A vítamínið því það veitir honum raka með því að viðhalda náttúrulegri olíuframleiðslu líkamans og fitukirtlanna.

C vítamin (Ascorbic sýra)
Það hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að notkun C vítamíns eykur hárvöxt. Ein þeirra sýndi fram á að þeir sem tóku bætiefni fyrir hár sem innihéldu C vítamín upplifðu betri hárvöxt  en þeir sem tóku ekki inn C vítamín. Þetta orsakast af því að C vítamín er nauðsynlegt til að viðhalda collagenframleiðslu líkamans, en collagen styrkir byggingu hársins að innan. Þetta andoxunarefni viðheldur æskuljóma um leið og það verndar hársvörðinn fyrir skemmdum af völdum sindurefna. Þau geta með tímanum valdið ótímabæru hárlosi. Öll árangursrík hárbætiefni innihalda C vítamín þar sem það hefur einstök áhrif á vöxt hársins.

E vítamin
E vítamín er nauðsynlegt fyrir blóðflæði. Það verndar ekki aðeins og eykur hæfileika hársins til að græða sig heldur hjálpar það einnig til við að minnka fínar línur og hrukkur á húðinni. Þetta vítamín, líkt og A vítamínið, greiðir leið súrefnisins að hársverðinum og eykur þannig hárvöxtinn. Þetta andoxunarefni ver hársekkina líka fyrir skemmdum. Inntaka þess með C vítamíni getur aukið styrk og teygjanleika hársins.

B6 vítamin
B6 vítamín er kjörið að taka við hárlosi. Það hjálpar líkamanum að framleiða nýjar frumur og færa hársverðinum súrefni og þar með geta hársekkirnir stuðlað að auknu heilbrigði hvers hárs. Ákveðnar fæðutegundir innihalda B6 vítamín, svo sem sólblómafræ, kjúklingur og túnfiskur. Þegar B6 vítamín er tekið inn ásamt sinki vinna efnin saman að því að hindra virkni ákveðinna efnasambanda sem auka hárlos.

Fólinsýra (B9 vítamín)
Fólinsýra er stórkostlegt vítamín sem er nauðsynlegt til að bæta erfðaefni líkamans. Þetta vítamín styður á virkan hátt við frumuskiptingu og þannig geta hársekkirnir stuðlað að auknu heilbrigði hársins. Það besta við fólinsýru er að hún minnkar hárlos og vinnur gegn þynningu hársins! Það er best að taka fólinsýru með B12 vítamíni. Skortur á einhverju af þessum vítamínum getur valdið auknu sliti og hárlosi. Gættu þess að taka þessi vítamín saman til að halda jafnvægi.

B12 vítamin
B12 vítamín eykur markvisst vöxt hársins með því að viðhalda orkuflæði líkamans og framleiðslu rauðra blóðkorna. Hlutverk rauðra blóðkorna er að flytja súrefni, m.a. til hársvarðarins, og það eykur vöxt hársins. Þeir sem taka B12 vítamín finna fyrir aukinni orku og lífskrafti.

Biotin
Biotin er eitt mikilvægasta vítamínið sem þú getur tekið til að stuðla að auknum hárvexti.  Biotin stuðlar að auknu heilbrigði hársvarðarins með því að framleiða fitusýrur sem bæta einnig heilbrigði hársins sjálfs. Skortur á nauðsynlegum fitusýrum getur birst í einkennum svo sem þurrki, aukinni skán eða flösu í hársverði, þurru, brothættu hári eða exemi en allt getur þetta valdið hárlosi. Með því að borða mat sem inniheldur hátt hlutfall biotins eða taka það inn sem bætiefni geturðu unnið á móti hárlosi vegna slæms mataræðis. Þegar þú tekur inn biotin styðurðu einnig við framleiðslu líkamans á keratíni, en það eykur styrk hársins. Hárið, húðin og neglurnar eru gerð úr keratíni. Inntaka biotins með B vítamíni er öflug blanda sem vinnur á hárlosi. Ef þú ert viðkvæm-/ur og færð útbrot, þá mælum við með því að þú takir biotin með B5 vítamíni. Þegar biotin og B5 blandast saman minnka líkurnar á bólum eða útbrotum.

Pantótensýra (Vitamin B-5)
B5 vítamín örvar hárvöxt með því að styðja við framleiðslu keratíns. Það hjálpar til við að auka vöxt í hárlausum hársekkjum. Án B5 vítamíns væri erfitt að viðhalda jöfnum hárvexti. Heilbrigð bygging hárs og húðar er fyrir tilstuðlan þessa stórkostlega vítamíns. Líkt og önnur B vítamín þá nærir B5 vítamín hársekkina að innan og ber ábyrgð á gljáa og ljóma hársins.

Kókosolía

Þessi vinsæla olía hefur verið notuð um allan heim til að viðhalda heilbrigði hárs og hársvarðar. Sökum þess hve hún er lík náttúrulegum olíum hársvarðarins, er hún ein af fáum olíum sem getur fært hárinu raka. Þetta minnkar líkur á sliti, brotnum hárum og hárlosi. Þú getur einnig nuddað henni í hársvörðinn til að vinna á þurrki og veita rótunum raka.

Þetta eru bara nokkur af þeim frábæru innihaldsefnum sem finnast í SugarBearHair tugguvítamíninu.

Við bjóðum uppá sendingar með bæði Dropp og Íslandspóst, verð skv. gjaldskrá sendingaraðila.

Einnig er hægt að sækja pantanir í verslun okkar í Firði Hafnarfirði 1.hæð

Vinsælar vörur


Nýlega skoðað